Ég hef aldrei elskað.
Ég hef aldrei dáð,
Eða verið öðrum háð.
Ég hef aldrei öfundað.
Hef aldrei sært,
Eða í tilfinningum hrært.
Ég hef aldrei logið.
Hef aldrei svikið.
Ég hef ekki gert mikið.
Reiði þekki ég ekki.
Gleði hef ég lítið kynnst.
Sorginni þó minnst.
Hef ég þá einhvern tíman verið til?
eftir:
Jóhanna Margrét Sigurðardótti
Why be normal, when strange is much more interesting