Stóra tré lífsins og lima -
hví riðlumst við á þér með þvílíkri
hörku að blöðin verða svört og
greinarnar gular?

Stóra lífsins tré - hvers vegna nærirðu
okkur ennþá sem hömumst á rótum þínum
með tönnum og tólum?
Stóra tré vonar og vilja hví elskarðu
okkur nóg til að vernda okkur frá
vakúminu - ef þú hverfur á braut eigum
við ekkert eftir.

Stóri Askur láttu ekki eiturnöðrur
og illmenni stjórna þér -
við viljum ekki að blöðin falli og deyji -
svört blöð eru betri en engin blöð.
Og þau eru það eina sem við höfum.

Ó stóra tré vinar og vandlætis austu úr
bökkum lífs þíns svo við fáum að njóta okkar!

Ó stóri Askur heyrirðu bæn mína?
Eða hafa blöðin öll þegar fallið í gleymsku?
-Sithy-