Andlit einmana stúlku
Það er sem döggin grafi djúp
í döpur augun sár
og andlit þitt sveipað huliðshjúp
er hylur sorgar tár.
Ásjóna þín og svipur sker
í syrgjandi huga minn sár.
Af hverju hafnaði hjarta mitt þér?
Hví kvaldistu öll þessi ár?
Ég stari í brostin augun blá
í brosinu birtist mér nár,
því hugur minn vita ei vildi fá
um vonlaust hjartans fár.
Hugur þinn áður mér gleðina gaf
og gyllti hvert lífsins ár.
Ég ætíð syrgi að hjarta mitt svaf,
og svefninn dró að þér dár.
Nú martröðin versta vakti mig
þú vina í draumnum sem nár.
Að ég hafi aldrei elskað þig
því einmana felldirðu tár.
Ég horfi á andlit þitt hverfa frá
í hjarta mér blæðandi sár.
Nú einmana sit ég einn við skjá
og upplifi tár þín og þrár
* Andlit einmana stúlku er texti við lag með hljómsveitinni Whool frá Akranesi