Hrá eymdin í maganum
æli upp hatri og volæði
úr garnagaulinu heyrist uppgjöf
fjöll einsemdarinnar eru eyðileg
eyðimörk - hráslagaleg og köld
Þangað var okkur hent
fáar sálir á ferð
horfast aldrei í augu
talast aldrei við
snertast aldrei
mannlegi þráðurinn veikist
og slitnar
og hvar sem við leitum
finnum við hann hvergi
vonleysið verður til úr einsemdinni
hungrið eftir snertingu
ergir og æfir
og það eina sem við heyrum
er garnagaulið.
-Sithy-