Mér finnst gaman að sjá hvað margt ungt fólk sinnir ljóðlistinni vel. Yrkir og les og gagnrýnir oft á skynsamlegan hátt. Flest ljóðanna, sem ég hef lesið, hafa verið ort af tilfinningu og sum af nokurri íþrótt. Það er háttur ungs fólks að fara sínar eigin leiðir. Stundum er fetuð hin vandrataða braut milli stuðla og höfuðstafs en oftar en ekki er frjálsa formið í hávegum haft.
Ég fagna því að geta fylgst með ljóðum ungra skálda á huga. Ég gagnrýni þau ekki. Hins vegar vil ég benda öllum byrjendum á það að til að verða gott skáld er aðeins til eitt ráð. Að yrkja fjandann ráðalausan.