Upp og niður. Upp og svo rúllar hann alltaf aftur niður.
Og þú situr við hlið mér á grein sem er svo lítil að það er nánast kraftaverk að hún heldur okkur báðum. Kraftaverk.
Svo steypirðu þér niður - frá greinnini þar sem ég sit svo þægilega og kastar þér yfir til hinna og byrjar að rúlla steinum eins og allir aðrir.
Rúlla upp - rúllar niður. Upp - niður.
Og hér sit ég ein eftir og eitrið drýpur í augu mín en ég hef engan eins og Loki - sem heldur skál yfir enni mínu.
En ég held þetta út - eins og allir aðrir og á meðan eitrið drýpur í augu mín - er ég fjötruð við steinin og tek við að rúlla honum upp og horfi svo á hann endasendast niður hæðina á meðan ég geng hægt eftir, eins hratt og fjötrarnir krefja.
Það var þá bara steinn örlaganna.
-Sithy-