Sko þetta var ein stelpan. Að vísu leið einhver tími á milli þessara ljóða, kannski mánuður, ég man það ekki, þessi tími er frekar blurry í minningunni. (Að vísu gaf ég vinum mínum (sem eru yndislegust í heimi <3) þetta ljóð og því get ég kannski ekki notað það í þessum skilningi, en whatever).
Tveir litlir fuglar
Ekki hræðast,
litli fugl,
ekki hræðast.
Tíminn hefur vængi og flýgur.
Við megum ekki missa af honum.
Komdu með mér,
litli fugl,
komdu með.
Fljúgum á brott, eltum tímann,
og sjáum hvert hann fer.
Brostu,
útí sólina,
litli fugl,
brostu.
Heimurinn er svo ánægður að eiga þig.
Já ástin er yndisleg tilfinning sem síðan breytist yfir í eitthvað aaallt annað. Næsta ljóð reyndar hjálpaði mér töluvert að komast yfir hana. Þegar ég sá að ég gat gert eitthvað fyndið þá komst ég svona talsvert uppúr mestu sorginni.
Á förnum vegi
Þegar við hittumst,
á förnum vegi,
eftir ókomin ár.
Hokin af reynslu og lærdóm og ást.
Við höfum kynnst svo mörgu,
hitt svo marga,
elskað svo mikið.
En aldrei munum við gleyma,
hvernig við elskuðum hvort annað.
Kannski í London, eða París, eða Róm.
Eða kannski á Indlandi eða í Kína.
Hvar sem það verður, hvenær sem það verður,
þá mun ég ennþá elska þig.
Og þegar við hittumst þá verður ekki ský á himni.
Þá verður tunglskinið svo bjart,
og tónlist mannmergðarinnar svo hávær.
En við heyrum ekki neitt,
við sjáum ekki neitt,
nema hvort annað.
Og ég mun sjá þig labba,
í þúsund manna hóp,
þar sem þú ert ein.
Og ég mun sjá þig horfa,
á ekki neitt,
og taka mynd af því.
Og ég tek mynd af þér og segi hæ og þú ert hissa.
Og þú veist ekkert hvað þú átt að segja.
Segðu þá hæ á móti.
Horfðu í augun á mér og segðu að þú hafir saknað mín.
Segðu að þú hafir beðið eftir þessu andartaki síðan þú fórst,
fyrir mörgum árum.
Segðu að þú hafir aldrei gleymt mér.
Segðu að þú elskir mig.
Og ég segi éttu skít.
Ég myndi samt aldrei geta sagt þetta :(
Næsta gella virkaði ekkert svo vel. Var aldrei það mikið skotinn í henni þótt ég hafi reynt að skrifa eitthvað. En gellan á eftir henni hafði mikil áhrif á mig.
Kæra fröken LífÞað sem er eiginlega fyndnast við þetta er að ég hélt ég væri í alvörunni að verða ástfanginn. Líklega hefur það verið eitthvað serótónín overdose bara, því daginn eftir..
Fyrirgefðu,
ef ég hegða mér kjánalega.
Það er bara,
mig langar að öskra yfir heiminn
og segja þeim öllum
að ég sé skotinn í þér.
Sem er fáránlegt!
- ég hef bara hitt þig þrisvar!
En ég hef hitt þig.
og ég hef kysst þig
og ég hef snert þig
og þegar við snertumst…
ég get eiginlega ekki lýst því..
ekki núna.
AlltafOg aldrei fæ ég neitt. Eða eitthvað. Þetta er pínu work in progress ennþá. En þið kannski fattið hvað ég meina.
Alltaf þegar ég kem í borgina
Þá getum við hist.
Alltaf, sagðiru.
Alltaf getum við verið saman
þegar ég kem í borgina.
Alltaf, hugsaði ég.
En hvergi hittumst við.
Og aldrei vorum við saman.
Nema nærri því inná mjög skítugum bar.
(Ég vissi ekki hvar hann var,
annars hefði ég komið)
Því ég vildi ekki hitta þig
inná skítugum bar.
Ég vildi meira.
Ég vil alltaf meira.
Ef einhver actually las þetta yfir.. Góð pæling? Þá meina ég pælingin bakvið ljóðin, ef við gefum okkur að þau hafi ekkert með raunverulegar tilfinningar (þessar geðsveiflur eru frekar óþægilegar) að gera. Sem er nátturulega mjög bjánaleg pæling. Svo bjánaleg að ég vona eiginlega að ég klári þennan ljóðabálk aldrei :D
indoubitably