Mér blæðir í anda
hnúturinn titrar rétt fyrir neðan brjóstið
drekkur í sig hugsanir
drekkur í sig minningar
og eitrar hverja taug í hjarta mér.
Vonin haltrar inn í hug mér
rétt til að minna mig á
að hún er komin til að deyja
en líkt og hver draumur
varð að vöku
er hver neisti
aðeins draumur.
Hvert skipti sem þú lyktaðir
og leystir hnút í brjósti mér
og andinn dó í faðmi mér
er ég að mér dró
og svitinn sem perlaði
aðeins dropi í hafi minninga.
Fortíðin er framandi
hún skapar ekki sömu tilfinningu
og nútíðin gerði þá.