
rís álfaborg
víð ís.
Ljósum logum
dansar dís
Snjólokka dís
svífur um loft
dansar á ís.
Snjóklukkur klingja ótt.
Kunnugleg álfaborg rís,
múgur og margmenni hljótt,
hilla, snjólokka dís !
Glaumur og gleði í hátindi frýs,
slokknar ljós,
myrkrið hvolvist yfir sem ís.
Martröð minning, sem gýs.
Gæfunnar lukka, snjóklukkna dís.