eitthvað merkilegt bak við rifbeinarimlavirkið mitt…
…hvað það er veit ég eiginlega ekki en ég finn alltaf hvernig
blóðvökvinn streymir hraðar í hvert einasta skipti sem ég sé þig…
…kannski er það bara tilviljun að roðinn hleypur fram í kinnar
mínar - einungis líffræðileg ástæða fyrir því hvernig hnén mín
kikna - röddin brenglast og augu mín geta ekki fest sig á neinn hlut nema þig…
…einhver gæti túlkað það sem þriggja orða ástand eins og “ást”
eða fjögurra orða sálfræðihugtak líkt og “feimni”…
…ég er reyndar kominn með nýja tillögu og um leið nýja skýringu
yfir þetta - “löngun blóðsins til að blandast hjarta þínu”…
…eðlisfræðilegt hugtak hlýtur því að eiga rétt á sér í þessu
tilviki - þegar þú gengur framhjá hlýtur blóðið að brjótast um til
að losna úr líkama mínum - hitinn hækkar í mér - roðinn hleypur
fram í kinnarnar - hjartað slær hraðar og í kjölfarið kikna hnén
undan of miklu hjartsláttarálagi - hlýtur að vera…?
…bara pæling…
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.