leikur við mitt einfalda andlit
þín seiðandi líkamslykt lamar mig allan
ég ligg bjargarlaus bundinn niður og hræddur
bý mig undir dauðann
en þess í stað kemur rakur undurmjúkur koss
þú leysir mig blíðlega og ávinnur traust
heldur voninni varlega í mjúkum lófum þínum
fagurbjört morgunsólin blindar okkur bæði
við leiðumst saman út í lífið
“True words are never spoken”