Lokaðu augunum álfurinn minn
ekkert mun engilinn særa.
Sofðu í gleði, ég friðinn þér finn
fljótlega, barnið mitt kæra.

Nákaldur kroppurinn, hvítur á brá
komið að svefninum langa.
Grátandi gulltárum sendi þig frá
gangtu á englanna vanga.