Morgundöggin kyssir brátt
blóði drifna jörð
Sólin vermir hvíta vanga
Vopnabræður gráta
Fríðu yngissveinar
bornir í þennan heim
fyrir Guðs vilja
í heilagt stríð

Fáir muna lengur
eftir landi feðranna
Þar sem ungir dvöldu
unu sér að leik
Riddarar
í heimi hugans
Áhyggjulaus börn
klifra í trjám

Fullorðnir menn
sækja heimahagana
sagðir heilagir
Guðsins englar
Tóm augu
Skjöldur og sverð
stara til himins
uns jörð byrgir sýn

-b-