Þar sem ég fyrir einhverja ástæðu endaði inni á þessum blessaða vef þá datt mér í hug að setja inn nokkur ljóð sem ég er með vistuð í skjali á desktopinu hjá mér. Spann þau fyrir einhverjum nóttum síðan. Skýringar fylgjandi.



Lít út í undrið
aflið, allt ruglið.
Skyggnist í það sjálfsagða,
skrúðgarða svarana.
Samhæfða samsvörun, margslungið magn.
Tilvera aðlöguð, sérsniðin sjálfinu,
kerfinu í kerfinu,
viðbragðinu við viðmótinu.
Fisk' eftir vitneskju, þekkingu og skýringu
skýli frá firringu.
Rýni í rænuna, vefengi veruna,
myndast mér marklaus mæðileg myndleysa
Veigalaus, vegvilltur,
veikburða, vitfirrtur…
Hugans hungur loks skal seðja,
heilans suð skal skorða.
Sýndarheimi skynjunar ég synja,
stoðirnar skulu hrynja.

(hér athugar spekingurinn heiminn sinn, setur hann í samhengi við sjálfan sig, sekkur dýpra og dýpra og missir sig alveg - skrúðgarðar svarana: alheimurinn - Tilvera aðlöguð: “anthropic principle”)


Takmarkað, afmarkað athugunarviðhorf
vitundarvél í hverfulli veröld
Vafra um mannheima, misskilninga misgána
samspil stafrænna kóða kjarnsýra
Sé spekinga spendýra, ráfandi rándýra,
siðlegra, siðblendna, kennandi lífkerfa
Kringum konunga, keisara, volduga leiðtoga,
meðal mannapa misvísra, malandi maskína,
mikilla, mektugra, mistækra meindýra.


(hér lítur spekingurinn á sjálfan sig og mannheimana sem hann dvelst í)


Mannsheilinn er takmarkaður,
tilurðarumhverfi afmarkaður
Háður skynvitum,
hrjáður af skynvillum
Umkringdur huggerðum,
gildunum, vitfirrtum
Partur af heildinni,
fálmari í alheimi
Hræringur hugmynda,
rásandi rafboða
Samhæfð þúfa þenkjandi,
vettvangur vitundar.


(maðurinn er vél, forrituð af tilviljun og náttúruvali bag i den, sem skapar hugmyndir sem oftar en ei eru ekki í samhengi við heiminn - Samhæfð þúfa þenkjandi, vettvangur vitundar: kenning fyrir heilann, samvinna fjölmargra parta eins og maurabú, sem orsakar auka subjective heim meðvitundar)


Stjórnsýsla samtímans
skildingsins sköpun
Auðvaldsins einokun
myntarinnar misnotkun
viðurværis uppspuni, uppsetning á skrílsbragi(skortur skapar siðleysi)
Lánadrottinn lánsamur
altækur, þó ósáttur
Óstöðvandi ósvífni, áfergjunnar botnleysi
Leynifunda forusta, fjötrar kringum févana
Óforgengi gjalddægurs, greppur grefur greiðslu gröf.
Skálmöld sakir skuldseiglu… Lénskerfi líðandi stundar.


(einokun peningasköpunar leiðir að mörgu illu, setur öll völd í hendur fárra og skapar sífelldan skort sem neyðir veröld í óþarft siðleysi, uppsetning á skrílsbragi. Durtakóngarnir fá aldrei nóg og maðurinn grefur eigin gröf með enda-lausum skuldum)