…efi - blóðþyrst meindýrið nagar innviði sálar
með oddhvössum pensli furðuveröld mína málar
þessi púki þessi nagandi stórkjafta skolli
ég hata hann fyrir það sem hann mér olli…

…ég veit aldrei fyrir víst framtíð mína í raun
og nú finn ég fyrir óvissunnar sífellda daun
allar hugsanir mínar þjóta hingað og þangað
líkt og bandóður rakki sem enginn getur fangað…

…óvissan truflar mig í lífi sem og starfi
og metnaður dvelur og felur sig í hvarfi
hvernig get ég ákveðið hvað ég vil stunda
þegar efinn mun ætíð hér inni í mér blunda???



…nú verð ég bara að stökkva á ákvörðun strax
upp fossinn mót straumi sem sterkbyggður lax
finna nýjar leiðir og láta efann ekki stjórna
ég vil taka mínar áhættur og örygginu fórna…



…aldrei mun ráða aftur lífi mínu efinn
nú er ég áhættum og upplifun brott gefinn…













-pardus-

***Fjallar um eina stærstu ákvörðun í lífi manns; “Hvað maður vill verða.” Ég stend núna frammi fyrir því að þurfa að velja mér braut í lífinu, háskólanám eða vinnu. Ég er nú búinn að ákveða mig (held áfram í skóla) en engu að síður olli efinn því að ég var aldrei viss - leið ekkert sérstaklega vel út af því. Þess vegna verður maður bara að taka áhættu, dýfa sér út í eitthvað nýtt og upplifa eitthvað nýtt… taka bara einhverja ákvörðun í lífinu ;)***
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.