“ég veit það ekki”
ég er viss um það
“ertu viss um það?”
já ég er viss um það.
“hvernig veistu það annars?”
hvað að þú lifir það af?
“já að ég lifi það af”
ég veit það bara, finn það á mér
“þú finnur það á þér.”
Hvers vegna ertu svona hrædd Sunna?
“um hvað, að lifa þetta ekki af?”
já um að lifa þetta ekki af?
“ég veit það ekki ég er það bara.”
þú ert það bara.
“en hann var svo vondur við mig”
hann er farinn núna Sunna
“hann kemur aftur ég veit það”
þá lætur hann þig í friði
“þá lætur hann mig í friði.”
það er langur tími þangað til,
“að hann sleppur áttu við?”
já að hann sleppur.
“nei bara 3 mánuðir”
það eru þrír mánuðir já.
“hann lemur mig aftur ég veit það,”
ertu hrædd um það?
“já, og fleira, annað verra”
verra en það?
“já, verra en það, miklu verra.”
hvað er verra en það?
“sumt sem hann segir og…”
og hvað, hvað fleira Sunna?
“hlutir sem hann gerir ég verð svo skítug,”
en þú varst í baði, þú ert alltaf í baði.
“já, en hann þvæst ekki af”
hann? pabbi þinn?
“já hann fer ekki burt,”
hvernig þá?
“mig dreymir hann á nóttu ég sé hann að degi.”
Sunna þú lifir þetta af
“ég veit það ekki”
ég er viss um það.
“ertu viss um það?”
já ég er viss um það.
cecilie darlin