Sjænaður heimurinn af geislunum glansar
g- strengs físur vagga hér um
Ná tali af einni ef hún mér ansar
ef eitthvað finnst nú í kollinum.

Flassa augun stropuð í stróbinu
stari á lambaketið
hreyfist um í hassfylltu loftinu
hálftómt er glasið.

Æpi á barþjóninn, “ég vil bjór!”
búinn að vera og farinn
þreyttur, hugsi, úff hvað ég er sljór.
hangsa lengur við barinn.

Sólin rís úr rekkju sinni
ropar á mig og hlær
máski er nú mál að linni
mígandi fullur er og glær.
—–