er mér sýndist ég sjá hana inni
brosið sem áður bræddi mitt hjarta
braut um leið eitthvað í sálu minni
varir sem áður ég kyssti svo blítt
opnuðust upp og sungu mér orðum
setningar sem henni voru samdar
nú hljómuðu fegurri en forðum
öll þessi ást sem aldrei fór á brott
hefur bara aukist föst hér inni
ef þú kemur einhvern tíma aftur
áttu vísan stað í sálu minni…
…
hlýjan fangar bara þá sem elska
kuldinn grípur fast um þá sem sakna
ísinn myndar rósir kringum hjartað
stundum langar mig ekki að vakna
því draumarnir sem sýna þig ennþá
eru einu gleðistundir mínar
og þó að aldrei vonin vakni aftur
ég falla mun þar enn í hendur þínar
öll þessi ást sem aldrei fór á brott
hefur bara aukist föst hér inni
ef þú kemur einhvern tíma aftur
áttu vísan stað í sálu minni…
…
öll þessi ást sem aldrei fór brott
mun ætíð vera fangi hérna inni
sönn ást hverfur aldrei
sönn ást var það alltaf
finn ennþá verkinn í sálinni minni
hjartað bíður ennþá
eftir nærveru þinni…
-Danni pardus-
*Ástarljóð sem ég samdi fyrir nokkrum árum en hafði gleymt að senda hingað inn*
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.