í svörtum tættum fötum,
hann gengur um hljóðlega
grætur örlög sín,
því nafn hans er harmur
hann sér allan harm heimsins.
Hún er niðurbrotin kona
í tættum ræflum, illa barin,
hún heldur sig í hornum,
grætur og heldur um höfuð sitt
því nafn hennar er misrétti,
hún er við það að deyja því mikið er til af því.
hann er sorgmæddur drengur,
hann er útgrátinn og föt hans vot af tárum,
hann liggur á grúfu á gólfinu
og grætur söltum óhuggandi tárum,
því nafn hans er sorgin,
og grætur vegna sársauka hennar.
Hún er reið lítil stúlka,
Klædd í falleg föt með fína slaufu í hári,
hleypur um stræti til að finna vott af iðrun,
en hún finnur enga og öskrar,
því nafn hennar er reiðin,
reiðin sem rennur aldrei í garð þeirra óréttlátu.
hann er tómlegur gamall maður,
föt hans eru grá og hann starir út í tómið,
hann segir aldrei neitt eða gefur frá sér hljóð,
starir bara brostnum augum til himins án svipbrigða,
því nafn hans er tómleikinn,
sem hríslast um hvert hjarta þegar ekkert er að lifa fyrir.
hún er gömul vonlaus kona,
föt hennar eru fögur en það segir ekkert,
hún situr í ruggustól og starir á hendur sínar,
horfir bara án nokkurrar vonar um að sleppa út,
því nafn hennar er vonleysi,
og ekkert er verra en það.
cecilie darlin