droparnir drjúpa út í spegilslétt hafið
sjávarseltu hjartanu er gætilega lyft upp
látið til þerris í lykillausri hvelfingu
fær aldrei aftur að líta dagsins ljós
reyni að stálherða sálina og brynja hjartað
finna ekki lengur til samkenndar þeirra sjúku
smjatta frekjulega horfandi á hungurdauða barna
ástbrynjaður riddari ríðandi um á hesti úr plasti
saklaust augnarráð þitt bræðir þetta allt burt
og hjartanu heldur áfram að blæða
“True words are never spoken”