Það heyrðist stundum dag og nótt
snökktið og gráturinn þegar aðrir sváfu rótt
Hún reyndi eins og hún gat að gleyma
en næsta dag hún það aftur fékk að reyna.
Illt afl af illu kemur
hopa aldrei - hvernig sem hann lemur.
Litlu börnin í skoti hrærðust
hennar limir hvergi bærðust
og ópin hljóðnuðu, snökktið hætti
þau reyndu eftir megin og mætti
en limir hennar bærðust ei meir
að lokum komu þjónar tveir
í krafti reglu og laga
þetta var sorgleg saga.
Seinna um bæinn sögurnar fóru
um sonin sem hafði myrt sína móður.
Svo sonur sem faðir -
þau hafa eftir það sem fyrir þeim er hafið.


[Ég yrki mikið þessa dagana til að halda við íslenskunni - svo fyrirgefið mér villur og réttið mig gjarna!:) - Er stödd í Svíþjóð]
-Sithy-