Himininn er blár, þetta er heitur dagur
í þorpinu ró og friður
sjórinn er sléttur og undurfagur
þokan er gengin niður
við skerin byrtist knörr ein
sem þokast hægt á staðinn
í þorpinu er ekki áhyggja nein
þótt knörrin sé mönnum hlaðin
Á bryggjunni í spenningi fólkið bíður
þess að far þetta komi að landi
er knörrin rólega að landi líður
þeir stökkva í land öskrandi
þvílíkt og annað eins blóðbað
er ræningjarnir glæpinn fremja
margir á staðnum höggnir í spað
aðra í rot þeir lemja
konur og börn öskra í skelfingu
en nokkrir flýja til fjalla
fangar læstir í skipsins hvelfingu
þeir hremma nærri því alla
Þegar ræningjarnir hafa ekkert meira að sjá
þeir ákveða loks að fara
þeir landfestar því leysa og ýta frá
og yfirgefa þennan hjara