Ef ég mætti að velja,
á milli mín og hans,
um hvorn okkar ætti að kvelja,
-er svarið ekki augljóst?
Takið hann!
Takið hann og pínið,
tryllta, já, bandóða svínið.
Hann veður hér uppi,
hæstur og mestur okkar (að honum finnst sjálfum),
með yfirgang og læti, frekju og leiðindi
og leyfir sér að hafa vit fyrir ,,þessum bjálfum”
(eins og hann kallar okkur).
Já, takið hann!
Ég ræð mér ekki fyrir kæti,
ég verð að sjá þessa sýningu.
Á að ganga hingað inn?
Æ, hve það er bjart hérna.
Ha! Já, ég skal fá mér sæti.
Spenntur ég er, en ég þarf víst að bíða um sinn.
Loks gengur hann inn í upplýsta salinn
særður, blóðugur og allnokkuð kvalinn,
ætli hann hafi verið barinn?
Æ, aumingja greyið…
Ha, ætli mér standi ekki á sama?
Svona vitleysingar geta sjálfir sér um kennt.
Þeir hafa ekki verið við hann linir,
heldur fastir og harðir fyrir,
enda stór sér á honum.
Samt vorum við eitt sinn vinir.
Æ, sjá hann, greyið,
hann er eins og kálfur,
á leið til slátrunnar.
En þessu olli ég sjálfur.
Æ, ég er óttalegur sauður.
Hey, stoppið nú. Hann hefur fengið nóg.
Ha?
Er hann dauður?