Sogaðist inn í hugarheiminn
þar er gróðurinn blár og sólin græn
mánin úr gulli og myrkrið úr ull
þú reynir að bíta í það
en það bragðast eins og súrt epli
vatnið rennur upp í móti
en þar sem þú flýgur fram hjá
skiptir það þig engu máli
og ég sogast að þér
eins og segull að járni
eða þá ertu annars segull
þá kemst ég aldrei nálægt
aldrei aldrei aldrei
bara hryngsólast um þig
eins og nú
og þegar þú ýtir mér frá þér
endasendist ég í annan heim
veruleikaheim
þar sem myrkrið bragðast ekki
eins og súrt epli.
-Sithy-