vatnslitamálun

pappírinn bleytum,
strekkjum á plötu
meiri bleytu honum veitum
með svampi úr fötu

pensil líka bleytum
á pappír látum flæða
ef ekki við bleytum er ekkert úr að græða

þá verður litur þekjandi
og ekki tær
lítið varið í hann, ei uppvekjandi
og ekki verður myndin skær.

En með aðferð góðri,
og manneskju þolinmóðri
getur árangur náðst
og þekjan afmáðst.