Vetrarnótt Sólin er sest
Tunglið fullt
Stjörnurnar blika
Í augum mínum

Ég finn kuldan
Sem kemur af
Frjósandi nóttinni
Ég anda reyk

Ég lít til norðurs
Og sé fallegan jökulinn
Upplýstan af hvítu
Og einmannaleik sínum

Ég vildi oft óska
Að ég væri ekki fastur
Í þessari borg
Öll menguð af svikum

Ég vildi oft óska
Að ég væri einbúi
Með einn lítinn hund
Sem væri minn traustasti vinur

Sólinn rís
Hún skýn á
fannhvíta foldina
og ég fæ ofbirtuna í augun

Ég finn hvernig
Ég er fastur
Í tómleika borgarinnar
Grátandi um að verða frjáls

HjaltiG