Tunglið hékk uppi eins og gullkúla
hrátt og gult, lýsti upp veginn
kaldur stígurinn og ísilagður
ég var ein á ferð.
Lítil tjörn skaut upp kollinum
frosin eins og tíminn
köld eins og sálin
hörð eins og heimurinn
ég horfði á þessa hráslagalegu sýn
eins og dáleidd,
svefngengill.

Svo settist lítill fugl á tjörnina
og allt varð vinalegt og mjúkt
snjórinn eins og dúnsæng
ísinn eins og silki
og tunglið brosti til mín
ég gekk áfram
óhrædd
vakandi.
-Sithy-