Enn eitt hádramatískt ljóðið sem ég sendi inn :)
Allt byggt á persónulegri reynslu.
Er það eintóm tímasóun
að kalla á þig?
Jafn tilgangslaust og að telja
hversu margar sekúndur
þarf til að verða ástfanginn?
Sé tíminn afstæður
gæti ég eins sleppt takinu
leyft ásjónu þinni að drukkna
vera ýtt ofan í dýpið
af endalausu muldri
raddanna í höfði mínu.
Orð þín vöktu mig til lífs
en í öldum augna þinna
er ég aðeins barn
grunlaus um grimmd heimsins,
ég sé bara þig.
Séu sekúndurnar ímyndun
og standi allt í stað
ég gef mig á vald röddunum
í von um grið frá hugsunum
og minningum um þig.
Takk fyrir mig