nú ríkir drepsótt í litlu örkinni hans nóa
í brennheitu helvíti mun enn á ný snjóa
og á ísköldum himnum
undir hásæti guðs
mun hatrið senn glóa…
fögur dyggð í persónum rýkur út í geim
og forljót fryggðin skekur þennan heim
í skímunni dvelja allir álfar í felum
og í vímunni áfram í greddu við kelum…
endir alls þess góða
byrjun alls þess óða
nálgast enn
og kemur senn…
fögur yfirlitum brúðurin klæðist svörtu
á kjólnum dökkrauð útsprungin hjörtu
ástin heit í brúðkaupi fínu til fjár
laus við allt væmið tilfinningafár…
á höfuð mitt fellur grámöskvamjöll
í munn minn og hindrar öll varnaðarköll
á himnum liggja vængir í brotum og tæjum
en áfram í blindni við brosum og hlæjum…
endir alls þess góða
byrjun alls þess óða
nálgast enn
og kemur senn…
við skópum okkur brynju til að verjast illum öflum
en hið illa í sögubókum - býr á þúsund köflum
þegar brynjan mun loksins á endanum flagna
munu mennirnir gráta - og hið illa mun fagna
og heimurinn dvelur í syndinni röngu…
endir alls þess góða
og byrjun alls þess óða
er komin fyrir löngu…
-pardus-
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.