það er byrjað að snjóa
þú kveikir þér yljandi loga
sárt kallar líkaminn
kvelur þig svengd…
vængir þínir lúnir
þreytt þú leggst í snjónn
bak við húsvegginn
bak við dauðann þinn…
myndir á veggnum lýsa þig upp
draumkennd fegurð fullkomleikans
þú reynir, getur ekki staðið upp
í fang ert þú reirð, tekin burt…
Að lokum þú fékkst að borða
fullnægð af öryggiskennd
í fangi sem þig elskar
í fangi ömmu í kvöld.
Var að lesa söguna um eldspýtustelpuna fyrir son minn..og vá hvað hún er sorgleg, táraðist sjálf og fékk kökk í hálsinn….