Ég var að taka til inni hjá mér of fann þetta ljóð krotað á blað (væntanlega skrifað í apríl byrjun) og fannst skemmtileg lesning eftir á svo ég ákvað að henda því hingað inn.
Vornótt í apríl byrjun.
Hugur minn hjá asna dvelur,
sér hvorki tangur né tetur.
Vornótt í apríl byrjun,
þú brýtur mitt hjarta,
mélið er smærra.
Hræ ég sé í fjarska
mig hungrar eftir hjarta,
leita og leita, nær og nær
teygi mig inn í þennan dauða mann.
Hér er ekki neitt!
Hingað hefur komið gráðug hóra,
hún tók þessa sál og breytti í móra.
Vornótt í apríl byrjun,
ég þig hata, ó ég hata,
meira en alla mína galla.
Á vafri eftir skógarstíg,
ég hrasa og sé undir þyrnirunna
afvelta geit allfáranlega forljóta.
Hún jarmar (eða hvur djöfullinn sem geitur gera?)
og biður um örlitla ást.
Ég hræki og gubba og kveiki í
og skít svo yfir sviðið lík.
Vornótt í apríl byrjun,
Satan er drusla þín.
Ég geng svo áfram og fram af klett
og hrapa og hrapa
og get ekki beðið eftir að drepast.
Eitt ljúfsárt augnarblik hugsa ég þó
greyið gamla geitin hún hefði kannski
gefið mér smá mjólk…
Já, vornótt í apríl byrjun,
ég sé ekki þitt ljóta smetti framar, ha ha!