Ég heyri eigið hjarta tifa
hatur bræðir allt og alla
ég græt og græt, ég vil ei lifa
Guð, ég mun á lífi falla.
Hatur eigið, augun gráta
aldrei skal ég kveljast svona
lítið barn, já, lítil hnáta
langt frá því að vera kona.
Hjartans straumar hætta að slá
hönd mín titrar, upp svo gefst
dauði lífsins, langt því frá
leikur nú að nýju hefst.