ódýrum blekkingum um glópagullið
sem glittir við enda regnbogans
svo gremjulega nálægt
að við getum næstum snert það
sumir halda í lófa sér alla ævi
tíma ekki að gægjast af hræðslu
við ískaldan raunveruleikann
sem snjóar á okkur öll og síðan bráðnar
hamingjan finnst ekki í fjölgun mannkyns
né í sálarfélaga sem má faðma á kvöldin
heldur birtist fyrst í innri sátt
við sjálfan sig þegar enginn sér
finna ekki til þarfar til að upphefja sig
á kostnað hinna varnarlausu og veikra
geta horft á ásjónu sína í spegli
án þess að setja á sig æfðan svip
“True words are never spoken”