…deyfðin lukti augum mínum votum – mínum huga
hvert einasta hljóð í kring – öskur sárt í rökkri
snertingar lausar til fótfestu – náðu ekki að duga
ég dvaldi lengi kyrr – í depurð minni dökkri…

…reis hraustur upp og nýr – með hjálp ókunnugra afla
styrktist – andríkur og hlýr – með vonir í hjarta
höggin dundu lengi á mínum tilfinningastafla
en drunginn gafst brátt upp og hætti fljótt að narta…

…ég var eitt sinn hrokafullur gikkur
og leit á mig sem guðlega veru
en tilverunnar lærdómsríki grikkur
kveikti á minni skilningsperu…

…verur sem að áður voru í augum mínum aumar
skipa núna bólstruð sæti á pallborðinu mínu
augu mín veiku blinduð – þar runnu hrokataumar
vanþekking mín var orsökin – fyrir minni pínu…

…engu skiptir útlit
og engu skiptir geð
ég sýni mitt rétta andlit
það fagra sem ég hef…

…opna augun á ný….



á bjartsýni og vonum ég læt mig fljóta niður
og lifi núna uppleystur – í lífsins ólgusjó
hroki manna engu skiptir – í hjarta mínu friður
því allt það slæma í sálu mér – fór á brott og dó…

allir mega hlæja sem þá lystir hátt að mér
því hugur minn er lokaður gegn því
ég horfi yfir heiminn – sem öll við höfum hér
og fagna honum vonríkur á ný…

…ég læt mig fljóta
…og glaður skyggnist
…yfir heiminn ljóta
…og deyfðin lygnist…


-pardus-
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.