dýrkun á fegurð andlitsins felur sig djúpt
í grunnri vitundinni lánaðuð frá pabba
flokkum sálir eftir pökkuðum umbúðum
sem tilviljun ein ræður handbragðinu
sumar glóandi gjafir eru aldrei opnaðar
lítum á lífsförunaut sem þjóðfélagsstöðu
sem má ekki vera fyrir neðan okkur sjálf
viljum vera öfunduð af vinum og systkinum
sanna fyrir foreldrum að þú ræður ríkjum
á fjarlægri vetrarbraut sem nú kallast heimili
í sambýli við geimveru sem enginn skilur
lyftu þinni heittelskuðu geimveru á stall
ímyndaðu þér að persóna hennar myndi svífa
yfir í óæðra lífform og ósjóna hennar versna
ef brennandi ástin hefur ekki kólnað
öfunda ég þig af öllu hjarta
“True words are never spoken”