Undir fjögurra ára augnlokum
hvílast hugar í mótun
sem öskra af mætti
en fá engu breytt
sökum reynsluleysis.
Undir þrítugum augnlokum
hvílast hugar í mókum
sem öskra ekki,
þótt það megi,
sökum afskiptaleysis.
Undir níræðum augnlokum
hvílast hugar á hækjum
sem öskra ekki,
endar hlustar enginn,
sökum æskuleysis.