
milli þráða ljóssins
lita sólgulls
regnsins
svörtustu skýja
undir bylgjum augnloka
þar sem árnar einast
við haf
Bak við hugsanir
sem við skiljum aldrei
innan vara
kápulaust
án orða
í burtu
lauf í maí
Bak við bláa dropa
sem falla í polla
skyggnist eingin
pollarnir eru
ó hreinir
Tær tár
taka af allan vafa
Tilfinning augnloka
eftir skúr regnbogans
er hrein
Í mjölinu fela þeir stein
og henda af sér kápunni
við skiljum ekki ein
að
bak við varirnar
var von
Tál von
á
blá fátækan son
ó sjálfstæða von
í mars
Laufin falla flest
á hausti
gullin ský
eru ljósust á vori
þræðir köngulóarinnar
eru sýnilegastir
á blá sumri
sjálfstæð gyllt brá