Tær tár bak við bláa dropa Bak við bláa dropa
milli þráða ljóssins
lita sólgulls
regnsins
svörtustu skýja
undir bylgjum augnloka
þar sem árnar einast
við haf

Bak við hugsanir
sem við skiljum aldrei
innan vara
kápulaust
án orða
í burtu
lauf í maí

Bak við bláa dropa
sem falla í polla
skyggnist eingin
pollarnir eru
ó hreinir

Tær tár
taka af allan vafa

Tilfinning augnloka
eftir skúr regnbogans
er hrein

Í mjölinu fela þeir stein
og henda af sér kápunni
við skiljum ekki ein

bak við varirnar
var von

Tál von
á
blá fátækan son
ó sjálfstæða von
í mars

Laufin falla flest
á hausti
gullin ský
eru ljósust á vori

þræðir köngulóarinnar
eru sýnilegastir
á blá sumri

sjálfstæð gyllt brá