Drykkjuröfl um sumar
Öllum hungrar
eftir ást
um sumar og
allir halda fast
í landabrúsana
smeygja sig
inn í leggöng
æpa eftir einhverju
og okkur hungrar
meira og við getum
ekki hatað vínið
mitt í orrustunni
er gott að fá sér
sopa annan og annan
þessi göng lykta djöfullega
illa akkurat núna er þetta
það sem manninum er ætlað?
hvað er undursamlegra en
ást kvenna? segja piltarnir
við mig og ég fæ meiri
ást á konum til að sýnast
fyrir vini mínum sem er
dökkhærður og myndarlegur
ég er sjúkur af ást
ég smeygi mig aftur inn
í leggöngin og nammm
safinn gerir mig ætíð drukkinn
um sumar þetta sumar þar sem
við elskuðumst aldrei saman
en alltaf með einhverjum stelpum
og ég hugsaði bara um þig