Hið þyngsta er léttast og ekkert er allt.
Hið öfluga máttlaust, hið heitasta kalt.
Í flugunni er pæling, í Páli er suð.
Í Paradís djöfull, í Helvíti Guð.
Hinn káti er dapur, hið dimmasta bjart.
Sá duglegi latur, hið mjúka er hart.
Nískur er gjafmildur, nei þýðir já,
hið nýjasta gamalt, þeir blindustu sjá.
Þeir dauðu, þeir anda, hin sætasta er súr.
Þeir sitja sem standa og moll er í dúr.
Hver vatnsdropi úr krana er kærasta vín.
Hver kambur án hana og ég er án þín.