Ssamfélög urðu reyndar til löngu áður en kristni varð til, þannig að spurningin ætti frekar að snúast um hvers vegna kristni hefur ,,yfirtekið" mikið af þeim gildum sem voru fundin upp af ókristnum mönnum. Sbr. jólin, hver trúir því svosem að Jesús Kristur hafi fæðst á nákvæmlega sama tíma og flest samfélög í Norður-Evrópu héldu upp á hækkandi sól!? Tilviljun, my ass!
Þjófnaður, morð, nauðganir osfrv. hafa verið illa liðin í samfélögum manna frá örófi alda, það varð engin heljarinnar bylting með komu kristninnar. ég er ekkert að mæla gegn kristni, eins og þú HjaltiG, ég er hins vegar ekki kristinn og byggi þá ákvörðun mína á því að hafa lesið Biblíuna í gegn nokkrum sinnum en aldrei fundið neitt þar sem heillaði mig. Fjandinn hafi það, þar er mælt með sifjaspjöllum(fyrsta Mósebók 19:30) og þjóðarmorð eru sjálfsagður hlutur(Syndaflóðið, Sódóma og Gomóra).