ég sýni bara ekki óþarfa tillitsemi
Er það orðin óþarfa tillitsemi að taka tillit til náungans? Aðgát skal höfð í nærveru sálar, og það er ástæða fyrir því. Það er hvergi nær óþarfa tillitsemi að sleppa því að skíra drykk ‘nauðgunarlyf’ eða taka tillit yfir höfuð til sálarlífs annarra.
samfélagið ætti ekki að aðlagast þörfum minnihlutahóps sem eru einhver fórnarlömb í kynferðisglæpum sem ættu að gera sér það að verða harðari
Samfélagið ætti einmitt að aðlagast þörfum minnihlutahópa. Allt samfélagið er byggt á minnihlutahópum. Hugsaðu þér hversu gott lífið væri ef allir tækju tillit til náungans.
Ég mæli einnig eindregið með því að þú látir nauðga þér áður en þú ferð að segja einhverjum að harka af sér svo aðrir geti teygt háfleyg orð eins og ‘nauðgun’ í skemmtilegan skilning - því það er ‘réttur samfélagsins’.
Þvílíkt kjaftæði.
Þú sérð ekki fólk sem hefur lent í bílslysum að kvarta undan hröðum akstri í hasarmyndum, þú sérð ekki fyrrum dópista kvarta undan dópnotkun í myndum, þú sérð ekki fyrrum hermenn kvarta undan hermyndum
Það er stór munur á því að ákveða að fá sé í nös, eða lenda í umferðaróhappi eða vera jafnvel kallaður í herinn - og að vera neyddur til kynferðislegra maka. Í umferðaróhöppum er ekki brotist inní þitt allra heilagasta einkalíf og rústað sjálfstraustinu þínu af völdum annarar manneskju. Dópistinn gerir jú ýmislegt fyrir efnin en það er misnotkunin sjálf en ekki efnin sem skilja eftir ör. Hermenn upplifa dauða, stríð og hræðslu, en það er engan vegin sambærilegt.
Tökum sem dæmi að þú myndir horfa upp á pabba þinn nauðga systur þinni/bróðir þínum. Þú ferð í bíó tveimur árum síðan, enþá merktur eftir þessa reynslu og í myndinni kemur fram atriði þar sem maður nauðgar lítilli stelpu. Ég mæli með að þú horfir á meðaljóninn í þessu samhengi en ekki einungis sjálfan þig. Hver væru hugsanleg viðbrögð og afhverju? Auðvitað sé ég fram á að þú getir ekki sett þig í spor fórnalamba þar sem þú augljóslega af einhverri brenglaðri ‘samfélagsskynsemi’ heldur að samfélagið sé yfir einstaklinginn hafinn, þegar í raun einstaklingurinn einkennir samfélagið.
Það er bara löggð svo mikil áhersla á kynferðisbrot og alvarleika þeirra í skólum og svona, sumt fólk metur þetta mun hærra en alveg jafn alvarlega hluti.
Einnig er lögð áhersla á forvarnir í eiturlyfjum og áfengisnotkun, forvörnum gegn einelti o.s.fv. Megin ástæða fyrir því að fólk tekur eftir kynferðispartinum meira en hinu er það að allir vita innst inni að verra er að láta rífa úr sér sálina og stappa á henni, líkt og ef pabbi þinn myndir taka þig í rassgatið, heldur en að fá sér í haus í góðra vina hópi.
frávik, félagslegt taumhald og gildismat
Það er ákveðið frávik að brjóta á siðferðiskennd annara. Ef þú veist ekki hvað frávik þíðir mæli ég með því að þú kynnir þér það.
Það að losa um tauminn á félagslegu taumhaldi gerir það að verkum að einstaklingurinn sem í eðli sínu gengur alltaf jafn langt og hann ‘má’, áttar sig ekki á afleiðingum eða áhrifum á aðra. Því þarf að herða félagslegt taumhald gagnvart hlutum eins og þessu til að samfélagið fúnkeri. Nafnið á drykknum er þó bara lítið dæmi. Ef þú gerir þér ekki grein fyrir því þá mæli ég einnig með því að þú kynnir þér það hugtak áður en þú svarar mér.
Gildismat einstaklingsins, ‘gildi’, er það sem okkur finnst að öllu jöfnuðu rétt og gott. Ef félagslegt taumhald breytist til hins verra verða gildin önnur og það bitnar á minnihlutahópum sem þarf að hlúa að svo þeir geti orðið virkir samfélagsþegnar aftur. Ég persónulega tel það ekki rétt að henda út orðinu nauðgun í skoplegu samhengi án þess að vita hver gæti verið að hlusta, því það er ‘réttur samfélagsins’.
Ég segi einn fyrir alla og allir fyrir einn. Eigingirni hefur sjaldnast fleytt fólki langt.