Himinn og haf
hæstu hæðir, dýpstu botnar
sem yfir mér gnæfa og undir ólga.

Himinn og haf
reita mig í sundur
heimurinn torskilinn

Himinn og haf
geta á mig sótt og sært
hafa þó ekki völdin.

Og ég á mér griðarstað
einhversstaðar mitt á milli.
Þar tel ég ástina
eins og blöð
af
blómi.
Guð blessi trúleysið