Leka niður kinnar tár, ég kjökra
keppist um að skera mig á lið
blóðið dettur, brostið er mitt hjarta
björt er tíðin, nú mun ég fá minn frið.
Finnst í eigin ælu, full af blóði
finn ég hamingju, með bros á vör
Það er þess virði að deyja, Drottinn tak mig
dauð ég er, á púlsi fáein ör.
Hlífðu mér við öðru lífi, elskan
ekki láta á mig þessa kvöl
trúið mér, tíminn er ykkar vinur
tíminn fer, þá styttist ykkar dvöl.
Fagna allir dauða, lífs sem látnir
loksins horfin er af veröld burt
ég, sú ljóta, feita, illa vera
sem aldrei vildi vera í heimi kjurt.