Fyrsta ljóðið mitt á íslensku ^^
Það átti í fyrstu ekki að vera ljóð, ég gerði fyrsta erindið sem undirskrift eða eitthvað slíkt en síðan hélt ég áfram. Ég veit að þetta er ekki pro ljóð og ég bið ykkur um að sleppa skítakommentum og segja mér í staðin hvað ég get lagað.





Ég skil það ei og mun aldrei gera,
hve illt myrkrið þið teljið það vera.
Það er ekkert við myrkrið sem hættulegt er,
það er það sem það geymir sem óttast skalt þér.

Því það sem það geymir, svo saklaust sem það er,
það getur því ei ráðið, það valdi það sér
að vera svo myrkt að ekki sést sú skömm,
sú illska sem læðist þar, lokkandi og hatrömm.

En myrkrið getur verið hlýtt og notalegt,
það þarf ekki að vera kalt og drungalegt.
Tárin geturðu falið og reiðinni geturðu gleymt,
en þó svo að tárin séu horfin þá gleymist sorgin seint.

Myrkrið er staður fyrir týndar sálir,
því sárið er alltaf þarna þótt þú yfir það málir.
Myrkrið þig huggar og veitir þér skjól,
þó þú munir aldrei aftur lýsa eins og sól.

Þeir hýrast í myrkrinu sem skilja það vel,
hve mikla grimmd veröldin ber.
Þeir telja sig eina í myrkrinu vera,
og þú spyrð þig kannski að því hvað þeir eru að gera.

Þeir bíða einir og yfirgefnir,
og syrgja þau loforð sem guðinn efnir.
En myrkrið þá huggar og hughreystir sér,
ef þeir heita því að gefa því það sem því ber.

Að vísu er myrkrið kalt og tómt,
og einmana gengurðu um hádimma nótt.
Þú óskar þess að vera ei einn,
og leitar að félagsskap áður en þú ert of seinn.

En einnig vil ég benda á,
rauð augu sem lýsa má,
uppmjó eyru og blóðugt hold,
líkin grafin undir mold.

Myrkrið þig vill vernda
frá því sem guðirnir senda,
og því ég spyr þig og svara þú skalt
hvort er betra að vita að þú sért einn…

Eða vita að þú sért ekki einn?
The word ‘politics’ is derived from the word ‘poly’, meaning ‘many’, and the word ‘ticks’, meaning ‘blood sucking parasites’.