Í hringiðu öskrandi misnotaðra sála
hljómar seiðandi undurfögur englarödd

djúpt inn i rökum niðadimmum helli
leynist hlý snerting ásamt loforði um koss

dularfull brún augun segja sára sögu
um eitt sinn útskúfaðan svartan svan
sem hóf sig á loft úr fúinni tjörn
sveif tignarlega upp fyrir fjöllin blá
stefndi út á rúmsjó að ystu sjónarönd
med sláandi hjarta lauslega bundid um halsinn
hverfur hægt inn i gullrauða morgunsól
stend eftir á bjargbrún og vinka med trega
hjartlaus með fölnandi sál i brjósti

ófleygur horfi yfir sjóndeildar hringinn
dagarnir líða og glóandi vonin dofnar
árin færast yfir og líkaminn fúnar
er síðast séður reiða mig til flugs
með augun lygnd aftur og útþenda vængi
fell hægt niður i grýttan fjörubotninn
blaut aldan skolar köldu fiðrinu á land

þeir segja að einn bjartan sumarmorgun
hafi undurfríður svanur flogid hér hjá
í fannhvítum hálsinum hanga nafnlaus hjörtu
sem sum hver eru hætt að slá


P.S. Ég hef aldrei verið jafn lengi að semja ljóð!
“True words are never spoken”