Hatrið brennur, blóðið lekur
blasir við mér opinn skurður
tárin leka, titra varir
týndu lífi, þú heimsins burður.
Brostið hjarta, brotinn hugur
blóðið lekur stríðum straumum
ligg á gólfi, læt mig deyja
lokuð augu, líkt og í draumum…
…er þetta hann, hinn eini sanni
hefst ég nú til Guðs á loft?
Kramin sálin, skælir óðum
sker þig tík,já, sker þig oft.
Örin opin, blóðið storknað
aldrei mun ég brosa á ný
útaf hverju, ekki spurja
útlit, það er útaf því.