Myrkrið nærist á hugsunum hennar,
hatrið vex að innan og stækkar
lokar hún augunum, þau lokuð, deyr hún
loksins núna skal ljótleika fækkað!
Lík á gólfi, leggst hún á gólfið
liggur kyrr og kallar á Guð sinn
en bjálfinn atarna, fer norður og niður
nú kemur Satan og sækir þræl sinn !
Blóðpollur myndast við útskorin úlnlið
ágerist, hver mínúta líður
hvaða mál er þetta, hún var kjagandi hlussa
krakkinn var ekkert, nema ófríður!
Brosandi aðrir í heiminum eru
aftur skal fegurðin ríkja hér
hún vissi það, stúlkan, að hennar var stundin
hún ætti þá núna að eyða sér…
Eyrún