vantar titil Það er miðnætti
og frostið bítur,
ég öskra nei
en samt þú skítur.

Ég held mér í
en missi takið
og dett svo niður
beint á bakið.

Ég sé ekkert.
En loks kemur hiti
Enginn sársauki,
storknað blóð og sviti.

Hreyfingarlaus ég ligg
og opna augun
ég er ekki ein
hér er fullt af draugum.

Rúmföt úr silki.
og hrollur fer um mig.
Ég lít á mig í spegli
en sé ekkert nema þig.

Er ég dáin?
ég hugsa með stilli.
Stödd í himnaríki, helvíti
eða einhverstaðar á milli?

Ég fer úr herberginu
Hér er tómlegur gangur,
fullur af dyrum
þröngur og langur.

Þetta er kastali
Frá annari öld.
En enginn útgangur,
og gólfin svo köld.

Ég geng um allt
og dagar líða
Hvað á ég að gera,
eftir hverju er ég að bíða?

Ég öskra nafn þitt
og bergmálið dynur.
Rúðurnar springa
og kastalinn hrynur.

Veggirnir molna
og gólfin verða að engu.
Ég hrapa, í myrkri, að eylífu.




ps. Afhverju get ég aldrei fundið nöfn á ljóðin mín?
Þið megið endilega koma með uppástungur að nafni
.