Þú kannast kannski við mig sem gaurinn í síða frakkanum,
með barða stóran hattin yfir lubbanum.
Með kaffibolla í vinstri hendi , kveikjarann í þeirri hægri
og með sígarettuna lafandi í kjaftinum.
Hvað menningu varðar tel ég mig æðri öllum,
málfarið vandaðra, margslungara, þvi það rímar allt í hausnum á mér.
Tónlistin er kraftur, bilaðar melódíur, trylltir gítarar,
öskrandi synthar, allt á mis. Allt eins.

Skórnir eru farnir að slitna, leðrið er snjáð,
Í fyrirmyndir mínar vitna, vitneskju annara óháð

Ég og mínir líkir eigum víst að finnast á flestum menntastofnunum.
Inná kaffihúsum, bókasöfnum og öðrum menningarafkimum.
Eða kannski bara í mygluðum kjallarara,
sem öðlaðist nýtt líf þegar hann var tekin í noktun sem listasmiðja,
framagjarna ungmenna.
Þar sem við stúderum Dada-isma og sorglegan endi á ævi Salvador Dali,
reynum að upplifa stemminguna í frönsku uprreisninni 1789,
og drekkum te með pólitískum aktivistum í gömlu niðurníddu húsi
sem þeir segja vera fórnalamb fasismans, eins og svo margt annað

Hárið er í skipulagðri flækju, skítugt og sítt
Framtíð mín liggur ekki í rækju, þó færibandið sé blítt

—————————
Mér fannst vera alltof mikið af ensk ortum ljóðum svo ég ákvað að skella einu sem ég er að vinna í hér inná :D
Svo ég tek fram að þetta er ekki alveg 100% eins og ég vill það. Enjoy.