Fyrir utan gluggann sofa fjöllin,
svo fagurblá þarna hinum megin.
Yfir svífa gulbrún, íhvolf ský,
svona rétt eins og þau bíði eftir einhverju…

og nóttin kemur í svörtum klæðum.
Kóróna dagsins sokkin í djúpið.
Brátt stíga Aldebaran og Oríon fram
og skína dauft niður á minningar liðins dags.

Þú situr einn og horfir yfir fjörðinn
á hólana sem í æsku voru fjöll.
Í næturkyrrðinni greinir þú hlátur

Í andvarans stráum lékstu þér sæll,
sveifst frá degi til dags án þess að taka eftir því
í nótt svífur þú til stjarnanna

(án þess að taka eftir því)